Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 23:30 Charles Barkley lék í sjónvarpsþáttunum "THE GOLDBERGS“ í vetur. Getty/Kelsey McNeal Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Zion Williamson og Joel Embiid. Báðir eiga þeir möguleika á að komast í hóp þeirra allra bestu því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar. Zion Williamson er nýliði í NBA-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar. Gríðarlega væntingar eru bundnar til þessa stráks en hann er naut að burðum og með gríðarlegan sprengikraft. Joel Embiid er að fara að byrja sitt fjórða spilandi tímabil eftir að hafa misst alveg af fyrsta tímabilinu eftir að hann var valinn í nýliðavalinu sumarið 2015. Embiid hefur aðeins spilað 158 af 246 mögulegum leikjum undanfarin þrjú tímabil og er alltaf að meiðast.Charles Barkley thinks both Zion Williamson and Joel Embiid need to lose weighthttps://t.co/o24W8YFxj1 — Post Sports (@PostSports) July 17, 2019Charles Barkley fékk sjálfur viðurnefnið „Round Mound of Rebound“ þegar hann mætti í NBA-deildina og viðurkennir í dag að hann hafi hreinlega verið feitur. Zion Williamson er sagður vera 127 kíló en hann er 200 sentímetrar. Barkley segir að Zion líti þó ekki út fyrir að vera feitur. „Ég er samt að heyra að hann sé 127 kíló. Þú getur ekki spilað í NBA-deildinni þegar þú er 127 kíló,“ sagði Charles Barkley. „Hann getur ekki spilað svona þungur. Það er bara of mikið álag á hnén. Hann er svo stór og svo sterkur en það eru líka allir í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. Joel Embiid spilar með Philadelphia 76ers sem er gamla lið Barkley. Barkley rifjaði það upp þegar hann kom fyrst til Philadelphia. Þá var hinn frábæri Moses Malone aðalstjarna 76ers en liðið hafði unnið NBA-titilinn stuttu áður en Barkley mætti á svæðið. „Moses Malone er mikilvægasta persónan í mínu lífi þegar kemur að körfuboltanum. Hann sagði við mig: Þú ert feitur og þú ert latur,“ sagði Barkley sem missti tæp 23 kíló í kjölfarið og varð einn besti leikmaður NBA-deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort einhver í Philadelphia hafi hugrekki til að segja við Joel Embiid: Heyrðu karlinn, þú þarft að fara að koma þér í form,“ sagði Barkley. Joel Embiid var með 27,5 stig, 13,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili og á góðum degi þá ræður enginn við hann í kringum körfuna.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira