Vill vinna fimmta risatitilinn fyrir kylfusveininn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 12:30 Brooks Koepka og Ricky Elliott hafa unnið saman í sex ár vísir/getty Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið. Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira