Tiger segist þurfa að bæta járnaspilið fyrir Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2019 17:00 Tiger Woods hefur unnið 15 risatitla á ferlinum vísir/getty Tiger Woods segist þurfa að skerpa á leik sínum ef hann ætlar að gera atlögu að öðrum risatitli sínum á tímabilinu þegar Opna breska risamótið hefst á fimmtudag. Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í apríl. Síðan þá hefur Woods aðeins tekið þátt í þremur mótum, enda er hinn 43 ára Tiger farinn að dreifa álaginu til þess að lengja í ferlinum. Á blaðamannafundi í dag talaði Woods um að hann væri ánægður með stutta spilið sitt en þurfi að æfa járnið betur og einbeita sér að þeim höggum sem hann þarf til þess að eiga við breytilegar veðuraðstæður á vellinum á Norður-Írlandi. „Spilið mitt er ekki alveg eins beitt og ég vildi að það væri núna,“ sagði Woods. „Snertingin á flötunum er alveg eins og ég þarf að hafa hana, en ég þarf að ná formi golfkúlunnar aðeins betur en núna. Sérstaklega þegar vindurinn er svona breytilegur.“ „Ég náði góðri æfingu í langskotum í dag, vonandi næ ég annarri á morgun.“ Eftir Mastersmótið hefur Tiger aðeins spilað á PGA risamótinu, The Memorial mótinu á PGA mótaröðinni og Opna bandaríska. „Á síðasta ári spilaði ég of mikið. Ég tók þátt í 17 mótum og var alltaf að reyna að vinna mér inn þátttökurétt á hinum og þessum mótum.“ „Á þessu ári tók ég meðvitaða ákvörðun um að minnka við mig til þess að passa að ég spili ekki of mikið. Ég vil spila eins lengi og ég get, og ef ég spila of mikið þá mun ég ekki geta haldið áfram lengi.“ Tiger Woods er á meðal síðustu manna til þess að hefja leik á fyrsta hring á Opna breska á fimmtudag. Hann á rástíma rétt eftir klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 að morgni fimmtudagsins 18. júlí. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods segist þurfa að skerpa á leik sínum ef hann ætlar að gera atlögu að öðrum risatitli sínum á tímabilinu þegar Opna breska risamótið hefst á fimmtudag. Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í apríl. Síðan þá hefur Woods aðeins tekið þátt í þremur mótum, enda er hinn 43 ára Tiger farinn að dreifa álaginu til þess að lengja í ferlinum. Á blaðamannafundi í dag talaði Woods um að hann væri ánægður með stutta spilið sitt en þurfi að æfa járnið betur og einbeita sér að þeim höggum sem hann þarf til þess að eiga við breytilegar veðuraðstæður á vellinum á Norður-Írlandi. „Spilið mitt er ekki alveg eins beitt og ég vildi að það væri núna,“ sagði Woods. „Snertingin á flötunum er alveg eins og ég þarf að hafa hana, en ég þarf að ná formi golfkúlunnar aðeins betur en núna. Sérstaklega þegar vindurinn er svona breytilegur.“ „Ég náði góðri æfingu í langskotum í dag, vonandi næ ég annarri á morgun.“ Eftir Mastersmótið hefur Tiger aðeins spilað á PGA risamótinu, The Memorial mótinu á PGA mótaröðinni og Opna bandaríska. „Á síðasta ári spilaði ég of mikið. Ég tók þátt í 17 mótum og var alltaf að reyna að vinna mér inn þátttökurétt á hinum og þessum mótum.“ „Á þessu ári tók ég meðvitaða ákvörðun um að minnka við mig til þess að passa að ég spili ekki of mikið. Ég vil spila eins lengi og ég get, og ef ég spila of mikið þá mun ég ekki geta haldið áfram lengi.“ Tiger Woods er á meðal síðustu manna til þess að hefja leik á fyrsta hring á Opna breska á fimmtudag. Hann á rástíma rétt eftir klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 að morgni fimmtudagsins 18. júlí.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira