Tiger meðal síðustu manna út á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:00 Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni vísir/getty Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags. Golf Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags.
Golf Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira