Tiger meðal síðustu manna út á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:00 Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni vísir/getty Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira