Lögregla þurfti ekki að vera viðstödd þegar foreldrum var sýnd upptaka af barninu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 11:51 Persónuvernd segir merkingar í íþróttamiðstöðinni ekki hafa samræmst lögum. Fréttablaðið/Vilhelm - Getty/hallojulie Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum. Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum.
Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06
Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36