Bara 7 af 24 leikmönnum í Stjörnuleik NBA 2017 eru enn hjá sama liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 15:45 Kevin Durant og Kawhi Leonard mættust í lokaúrslitum í ár en verða báðir hjá nýjum liðum á næstu leiktíð. Getty/Steve Russell Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú. Nú síðast skiptu Houston Rockets og Oklahoma City Thunder á tveimur stjörnuleikmönnum í nótt og úr varð nýtt ofurtvíeyki í Houston. NBA-greinandinn Steve Ilardi benti á magnaða staðreynd á Twitter. Aðeins 7 af 24 leikmönnum sem spiluðu í Stjörnuleik NBA árið 2017 eru enn hjá sama liði.Of the 24 players in the 2017 NBA All-Star Game, just 7 are still with the same team pic.twitter.com/vQXe8MOGAv — Steve Ilardi (@dr_ilardi) July 12, 2019Leikmennirnir sjö sem eru enn hjá sama liði og fyrir tveimur árum eru Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green sem eru enn hjá Golden State Warriors, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, James Harden hjá Houston Rockets, Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá Washington Wizards. Hinir sautján hafa fundið sér nýtt lið á þessum þrjátíu mánuðum. Sumir hafa verið með lausan samning en öðrum hefur verið skipt á milli liða. Þetta eru ótrúlegar breytingar á heimilisfangi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á ekki lengri tíma. Það sem meira er að margir leikmannanna hafa skipt oftar en einu sinni um lið á þessum tíma. Það eru menn eins og Kyrie Irving, Jimmy Butler, Isaiah Thomas, Paul George, Kawhi Leonard, DeMarcus Cousins, Carmelo Anthony og DeAndre Jordan.Leikmenn í Stjörnuleiknum 2017 sem hafa breytt um lið:Austurströndin: Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers til Brooklyn Nets DeMar DeRozan, Toronto Raptors til San Antonio Spurs LeBron James, Cleveland Cavaliers til Los Angeles Lakers Jimmy Butler, Chicago Bulls til Miami Heat Isaiah Thomas, Boston Celtics til Washington Wizards Carmelo Anthony, New York Knicks - án liðs Paul George, Indiana Pacers til Los Angeles Clippers Kemba Walker, Charlotte Hornets til Boston Celtics Paul Millsap, Atlanta Hawks til Denver NuggetsVesturströndin Kevin Durant, Golden State Warriors til Brooklyn Nets Kawhi Leonard, San Antonio Spurs til Los Angeles Clippers Anthony Davis, New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder til Houston Rockets DeMarcus Cousins, Sacramento Kings til Los Angeles Lakers Marc Gasol, Memphis Grizzlies til Toronto Raptors DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers til Brooklyn Nets Gordon Hayward, Utah Jazz til Boston Celtics NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú. Nú síðast skiptu Houston Rockets og Oklahoma City Thunder á tveimur stjörnuleikmönnum í nótt og úr varð nýtt ofurtvíeyki í Houston. NBA-greinandinn Steve Ilardi benti á magnaða staðreynd á Twitter. Aðeins 7 af 24 leikmönnum sem spiluðu í Stjörnuleik NBA árið 2017 eru enn hjá sama liði.Of the 24 players in the 2017 NBA All-Star Game, just 7 are still with the same team pic.twitter.com/vQXe8MOGAv — Steve Ilardi (@dr_ilardi) July 12, 2019Leikmennirnir sjö sem eru enn hjá sama liði og fyrir tveimur árum eru Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green sem eru enn hjá Golden State Warriors, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, James Harden hjá Houston Rockets, Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá Washington Wizards. Hinir sautján hafa fundið sér nýtt lið á þessum þrjátíu mánuðum. Sumir hafa verið með lausan samning en öðrum hefur verið skipt á milli liða. Þetta eru ótrúlegar breytingar á heimilisfangi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á ekki lengri tíma. Það sem meira er að margir leikmannanna hafa skipt oftar en einu sinni um lið á þessum tíma. Það eru menn eins og Kyrie Irving, Jimmy Butler, Isaiah Thomas, Paul George, Kawhi Leonard, DeMarcus Cousins, Carmelo Anthony og DeAndre Jordan.Leikmenn í Stjörnuleiknum 2017 sem hafa breytt um lið:Austurströndin: Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers til Brooklyn Nets DeMar DeRozan, Toronto Raptors til San Antonio Spurs LeBron James, Cleveland Cavaliers til Los Angeles Lakers Jimmy Butler, Chicago Bulls til Miami Heat Isaiah Thomas, Boston Celtics til Washington Wizards Carmelo Anthony, New York Knicks - án liðs Paul George, Indiana Pacers til Los Angeles Clippers Kemba Walker, Charlotte Hornets til Boston Celtics Paul Millsap, Atlanta Hawks til Denver NuggetsVesturströndin Kevin Durant, Golden State Warriors til Brooklyn Nets Kawhi Leonard, San Antonio Spurs til Los Angeles Clippers Anthony Davis, New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder til Houston Rockets DeMarcus Cousins, Sacramento Kings til Los Angeles Lakers Marc Gasol, Memphis Grizzlies til Toronto Raptors DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers til Brooklyn Nets Gordon Hayward, Utah Jazz til Boston Celtics
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira