Bolsonaro vill gera son sinn að sendiherra í Bandaríkjunum Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 07:38 Eduardo Bolsonaro, líklega næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Getty/Agencia Makro Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta. Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta.
Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36
Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47