Bolsonaro vill gera son sinn að sendiherra í Bandaríkjunum Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 07:38 Eduardo Bolsonaro, líklega næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Getty/Agencia Makro Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta. Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta.
Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36
Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47