Bolsonaro vill gera son sinn að sendiherra í Bandaríkjunum Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 07:38 Eduardo Bolsonaro, líklega næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Getty/Agencia Makro Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta. Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta.
Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36
Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47