Golf

Guðmundur með þriggja högga forsytu fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag.
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag. mynd/gsimyndir.net
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Svea Leasing Open-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag og er samtals á ellefu höggum undir pari. Svíinn Charlie Jerner er annar á átta höggum undir pari.

Guðmundur hefur unnið tvö mót á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og sigur á einu móti í viðbót tryggir honum keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, sem er sú næststerkasta á eftir Evrópumótaröðinni.

Guðmundur keppti á móti á Evrópumótaröðinni í Slóvakíu í síðustu viku og endaði í 51. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×