Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk Heimsljós kynnir 11. júlí 2019 13:30 Flóttfólk frá Suður-Súdan nýkomið til Úganda. gunnisal Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi. Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns. Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram. Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum Rásar 2 í vikunni af landi og þjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi. Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns. Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram. Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum Rásar 2 í vikunni af landi og þjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent