Átta leikmenn landsliðsins sem tók þátt í Gullbikarnum á dögunum ákváðu að reyna við skallaþrautina frægu í frítíma sínum á mótinu.
Þessi þraut reyndist hins vegar þeim afar erfið. Úr varð aftur á móti skemmtilegt myndband sem FIFA birti á fésbókarsíðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá pirringinn, svekkelsið og svo svaka fögnuð þegar takmarkið náðist loksins.
Landslið Trínidad og Tóbagó skoraði aðeins eitt mark í þremur leikjum sínum á mótinu sem kemur væntanlega þeim ekki mikið á óvart sem horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Eina mark Trínidad og Tóbagó kom í 1-1 jafntefli við Gvæjana í lokaleiknum og það skoraði Kevin Molino.
Trínidadar áttu heimsmet í meira en tíu ár áður en Ísland tók það af þeim en fyrir þátttöku Íslands á HM í Rússlandi var Trínidad og Tóbagó fámennasta þjóðin sem hafði tekið þátt í heimsmeistaramóti í knattspyrnu.
Trínidad og Tóbagó var með á HM í Þýskalandi árið 2006. Liðið endaði þar í 27. sæti eftir eitt jafntefli og tvö töp í þremur leikjum.
Trínidadar höfðu tekið metið af Norður-Írum sem áttu það frá 1958 til 2006.