Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2019 12:43 Laxateljarinn í Laugardalsá var settur niður í sumar. Þeim fjölgar ánum á Íslandi þar sem laxateljarar eru settir niður en upplýsingingarnar úr þeim gefa mikilvægar upplýsingar um árnar. Einn slíkur var nýlega settur niður í Laugardalsá og sá er af nýjustu gerð laxateljara frá Vaka ehf sem er leiðandi fyrirtæki í þessum búnaði í heiminum í dag. Í nýjustu teljurunum er bæði hægt að hafa annað hvort ljósmyndir eða myndbönd af öllum löxum sem ganga í ánna og þannig er hægt að skera út um fjölda laxa, kyn, tegund annara laxfiska sem ganga í ánna en síðast en ekki síst er hægt að skoða stærðina á löxunum. þetta var áður gert með skuggamynd en núna með þeirri tækni sem er í boði er magnað að skoða sérstaklega stórlaxa sem ganga í gegn. Myndband af einum slíkum er einmitt að finna HÉR en þessi lax gekk nýlega í Laugardalsá og hann er samkvæmt mælingu í teljaranum 111 sm langaur og vigtar líklega 25-28 pund enda er þetta nýgenginn fiskur. Það verður vonandi einhver heppinn veiðimaður sem fær að glíma við þennan í sumar. Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði
Þeim fjölgar ánum á Íslandi þar sem laxateljarar eru settir niður en upplýsingingarnar úr þeim gefa mikilvægar upplýsingar um árnar. Einn slíkur var nýlega settur niður í Laugardalsá og sá er af nýjustu gerð laxateljara frá Vaka ehf sem er leiðandi fyrirtæki í þessum búnaði í heiminum í dag. Í nýjustu teljurunum er bæði hægt að hafa annað hvort ljósmyndir eða myndbönd af öllum löxum sem ganga í ánna og þannig er hægt að skera út um fjölda laxa, kyn, tegund annara laxfiska sem ganga í ánna en síðast en ekki síst er hægt að skoða stærðina á löxunum. þetta var áður gert með skuggamynd en núna með þeirri tækni sem er í boði er magnað að skoða sérstaklega stórlaxa sem ganga í gegn. Myndband af einum slíkum er einmitt að finna HÉR en þessi lax gekk nýlega í Laugardalsá og hann er samkvæmt mælingu í teljaranum 111 sm langaur og vigtar líklega 25-28 pund enda er þetta nýgenginn fiskur. Það verður vonandi einhver heppinn veiðimaður sem fær að glíma við þennan í sumar.
Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði