Krakkarnir keppa í kökuskreytingakeppni á Unglingalandsmótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 17:45 Einbeiting skín úr andliti þessarar stelpu sem keppti á Unglingalandsmótinu í fyrra. Mynd/UMFÍ Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74. Íþróttir Krakkar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74.
Íþróttir Krakkar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira