Erlent

Mannskæð sprengjuárás á höfuðstöðvar stjórnmálaflokks

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í gær.
Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/getty
Tutttugu eru látnir hið minnsta og fimmtíu særðir eftir árás á höfuðstöðvar stjórnmálaflokks í Kabúl í Afganistan í gær. Hópur manna réðst inn í bygginguna og skaut á allt sem fyrir varð.

Talið er líklegt að aðalskotmark mannanna hafi verið Amrullah Saleh, sem er fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi í landinu og yfirmaður leyniþjónustu Afganistans. Hann hyggur nú á frama í stjórnmálum í nýstofnuðum flokki sínum. Saleh var komið í skjól af lífvörðum og sakaði ekki.

Enginn hefur lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en Talíbanar og Íslamska ríkið hafa margsinnis gert árásir í Kabúl undanfarin misseri. Saleh hefur verið mjög gagnrýninn á Talíbana og heitir því að ráða niðurlögum þeirra en talið er að Talíbanar stjórni nú helmingi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×