Golf

Koepka tók fram úr McIlroy á lokahringnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Koepka og McIlroy voru saman í holli á lokahringnum
Koepka og McIlroy voru saman í holli á lokahringnum vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka kom, sá og sigraði á FedEx St. Jude Invitational mótinu sem fram fór í Memphis, Tennessee um helgina en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni.

Rory McIlroy var efstur fyrir lokahringinn og hafði eins höggs forystu á Koepka, sem er á toppi heimslistans um þessar mundir.

Koepka átti hins vegar miklu betri lokahring og vann mótið að lokum með þriggja högga mun en Koepka lauk keppni á samtals 16 höggum undir pari á meðan McIlroy féll niður í 4.sæti mótsins og endaði á samtals 11 höggum undir pari en Webb Simpson hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari og Marc Leishman í því þriðja á 12 höggum undir pari.

Þetta er þriðji sigur Koepka á þessu keppnistímabili en hann vann einnig CJ bikarinn og PGA meistaramótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×