Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 23:34 Alexei Navalny var handtekinn á miðvikudag og fékk sitt fyrsta ofnæmiskast í fangelsi á sunnudag. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. getty/Sefa Karacan Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51