Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 23:34 Alexei Navalny var handtekinn á miðvikudag og fékk sitt fyrsta ofnæmiskast í fangelsi á sunnudag. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. getty/Sefa Karacan Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51