40 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Veiðin í Ytri virðist vera farin loksins af stað. Mynd: KL Ytri Rangá er misfljót að fara í gang á sumrin og þetta sumarið fór hægt af stað en það er loksins að lifna yfir ánni. Það hefur alveg gerst að hún hafi ekki farið í fyrr en um lok júlí og hún hafi svo átt gott sumar og það er vonandi að það verið þannig í sumar en hækkandi veiðitölur benda til þess að hún sé að fara í gang. Besti dagurinn í sumar var í vikunni en þá náðust 40 laxar yfir daginn og þegar Ytri Rangá fer að gefa hátt í 50 laxa á dag eru tölurnar fljótar upp. Vikurtölur síðasta miðvikudag voru 467 laxar en á því skriði sem áinn virðist loksins vera komin á verður hún líklega næsta laxveiðiáin sem fer upp í 1.000 laxa nema Miðfjarðará verði fyrri til en veiðin þar hefur að sama skapi tekið smá kipp og er hún komin í 493 laxa. Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði
Ytri Rangá er misfljót að fara í gang á sumrin og þetta sumarið fór hægt af stað en það er loksins að lifna yfir ánni. Það hefur alveg gerst að hún hafi ekki farið í fyrr en um lok júlí og hún hafi svo átt gott sumar og það er vonandi að það verið þannig í sumar en hækkandi veiðitölur benda til þess að hún sé að fara í gang. Besti dagurinn í sumar var í vikunni en þá náðust 40 laxar yfir daginn og þegar Ytri Rangá fer að gefa hátt í 50 laxa á dag eru tölurnar fljótar upp. Vikurtölur síðasta miðvikudag voru 467 laxar en á því skriði sem áinn virðist loksins vera komin á verður hún líklega næsta laxveiðiáin sem fer upp í 1.000 laxa nema Miðfjarðará verði fyrri til en veiðin þar hefur að sama skapi tekið smá kipp og er hún komin í 493 laxa.
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði