Stjórnvöld sýna bágstöddum lítilsvirðingu segir formaður Fjölskylduhjálpar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:30 Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent