Golf

Tvöfaldur sigur hjá GKG á Íslandsmóti golfklúbba

Anton Ingi Leifsson skrifar
GKG hópurinn eftir sigurinn.
GKG hópurinn eftir sigurinn. mynd/gsí
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í dag.

Í kvennaflokki hafði GKG betur gegn Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleiknum 4,5-0,5 en GR hafði unnið titilinn síðustu fjögur ár.

Golfklúbburinn Keilir endaði í þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar í leiknum um þriðja sætið en þetta er í annað sinn sem GKG stendur uppi sem sigurvegari í 1. deild kvenna.

Lokastaðan í 1. deild kvenna:

1. GKG

2. GR

3. GK

4. GM

5. GS

6. GO

7. GSS

8. GV

GV féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári, GL tekur sæti GV í efstu deild.



Í karlaflokki hafði GKG betur gegn GR í úrslitaleiknum en Keilir, sem vann mótið í fyrra, lenti í þriðja sætinu eftir sigurinn gegn GM. Sömu úrslitaeinvígi og í kvennaflokki.

Þetta er í sjötta sinn sem karlalið GKG vinnur gullverðlaunin í 1. deildinni en Leynir frá Akranesi féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári í karlaflokki.

Lokastaðan í 1. deild karla:

1. GKG

2. GR

3. GK

4. GM

5. GA

6. GS

7. GJÓ

8. Leynir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×