Dýrasti leikmaður Newcastle fiskaði og fékk á sig víti í fyrsta leiknum fyrir félagið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 22:25 Joelinton var nýkominn inn á þegar hann fiskaði vítaspyrnu. vísir/getty Joelinton, dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag og kom mikið við sögu þegar Newcastle tapaði fyrir B-deildarliði Preston, 2-1, í æfingaleik á Deepdale.Brassinn, sem Newcastle keypti frá Hoffenheim fyrir 40 milljónir punda, kom inn á í hálfleik. Newcastle var þá 0-1 yfir þökk sé marki Jonjos Shelvey á 39. mínútu. Aðeins 36 sekúndum eftir að Joelinton kom inn á fiskaði hann vítaspyrnu. Miguel Almirón fór á punktinn en Declan Rudd, markvörður Preston, varði spyrnu hans. Paul Gallagher jafnaði fyrir Preston á 61. mínútu. Ellefu mínútum síðar fengu heimamenn víti eftir að Joelinton braut á Patrick Bauer innan vítateigs. Gallagher tók spyrnuna, skoraði sitt annað mark og tryggði Preston sigurinn. Þetta var fyrsti leikur Newcastle með nýja knattspyrnustjórann, Steve Bruce, á hliðarlínunni. Hann þurfti að fylgjast með úr stúkunni vegna vandamáls með vegabréfsáritun þegar Newcastle vann West Ham United, 1-0, í Asíubikarnum í síðustu viku. Newcastle á eftir að leika tvo leiki áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst. Á þriðjudaginn mætir Newcastle skoska liðinu Hibernian og á laugardaginn eftir viku mætir liðið St. Étienne frá Frakklandi. Fyrsti leikur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er gegn Arsenal á heimavelli 11. ágúst. Enski boltinn Tengdar fréttir Andy Carroll að snúa aftur til Newcastle? Andy Carroll er án félags og leitar sér nú að nýjum vinnuveitanda. 21. júlí 2019 13:00 Steve Bruce nýr stjóri Newcastle United Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hefur staðfest ráðninguna á Steve Bruce í starf knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 08:37 Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30 Newcastle vann fyrsta leikinn undir stjórn Bruce Newcastle United vann West Ham United með einu marki gegn engu í leik um 3. sætið á æfingamóti í Kína. 20. júlí 2019 11:04 Segir Benitez bara hafa hugsað um peninga Eigandi Newcastle segir Rafael Benitez hafa hugsað fyrst og fremst um peninga, svo sjálfan sig og sett Newcastle í síðasta sæti. 27. júlí 2019 10:30 Newcastle kaupir framherja Hoffenheim á metfé Joelinton er kominn í enska boltann. 23. júlí 2019 17:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Joelinton, dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag og kom mikið við sögu þegar Newcastle tapaði fyrir B-deildarliði Preston, 2-1, í æfingaleik á Deepdale.Brassinn, sem Newcastle keypti frá Hoffenheim fyrir 40 milljónir punda, kom inn á í hálfleik. Newcastle var þá 0-1 yfir þökk sé marki Jonjos Shelvey á 39. mínútu. Aðeins 36 sekúndum eftir að Joelinton kom inn á fiskaði hann vítaspyrnu. Miguel Almirón fór á punktinn en Declan Rudd, markvörður Preston, varði spyrnu hans. Paul Gallagher jafnaði fyrir Preston á 61. mínútu. Ellefu mínútum síðar fengu heimamenn víti eftir að Joelinton braut á Patrick Bauer innan vítateigs. Gallagher tók spyrnuna, skoraði sitt annað mark og tryggði Preston sigurinn. Þetta var fyrsti leikur Newcastle með nýja knattspyrnustjórann, Steve Bruce, á hliðarlínunni. Hann þurfti að fylgjast með úr stúkunni vegna vandamáls með vegabréfsáritun þegar Newcastle vann West Ham United, 1-0, í Asíubikarnum í síðustu viku. Newcastle á eftir að leika tvo leiki áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst. Á þriðjudaginn mætir Newcastle skoska liðinu Hibernian og á laugardaginn eftir viku mætir liðið St. Étienne frá Frakklandi. Fyrsti leikur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er gegn Arsenal á heimavelli 11. ágúst.
Enski boltinn Tengdar fréttir Andy Carroll að snúa aftur til Newcastle? Andy Carroll er án félags og leitar sér nú að nýjum vinnuveitanda. 21. júlí 2019 13:00 Steve Bruce nýr stjóri Newcastle United Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hefur staðfest ráðninguna á Steve Bruce í starf knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 08:37 Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30 Newcastle vann fyrsta leikinn undir stjórn Bruce Newcastle United vann West Ham United með einu marki gegn engu í leik um 3. sætið á æfingamóti í Kína. 20. júlí 2019 11:04 Segir Benitez bara hafa hugsað um peninga Eigandi Newcastle segir Rafael Benitez hafa hugsað fyrst og fremst um peninga, svo sjálfan sig og sett Newcastle í síðasta sæti. 27. júlí 2019 10:30 Newcastle kaupir framherja Hoffenheim á metfé Joelinton er kominn í enska boltann. 23. júlí 2019 17:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Andy Carroll að snúa aftur til Newcastle? Andy Carroll er án félags og leitar sér nú að nýjum vinnuveitanda. 21. júlí 2019 13:00
Steve Bruce nýr stjóri Newcastle United Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hefur staðfest ráðninguna á Steve Bruce í starf knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 08:37
Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30
Newcastle vann fyrsta leikinn undir stjórn Bruce Newcastle United vann West Ham United með einu marki gegn engu í leik um 3. sætið á æfingamóti í Kína. 20. júlí 2019 11:04
Segir Benitez bara hafa hugsað um peninga Eigandi Newcastle segir Rafael Benitez hafa hugsað fyrst og fremst um peninga, svo sjálfan sig og sett Newcastle í síðasta sæti. 27. júlí 2019 10:30
Newcastle kaupir framherja Hoffenheim á metfé Joelinton er kominn í enska boltann. 23. júlí 2019 17:09