Enski boltinn

Mætir Liverpool en fær gæsa­húð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Phillips fagnar sigri með unglingaliði Liverpool á árum áður. Nú er hann leikmaður Barnsley og að fara að mæta Liverpool í kvöld.
Adam Phillips fagnar sigri með unglingaliði Liverpool á árum áður. Nú er hann leikmaður Barnsley og að fara að mæta Liverpool í kvöld. Getty/Nick Taylor

Tvíeyki frá Barnsley ætlar að koma gömlu félögum sínum í Liverpool á óvart þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Fyrir þá Adam Phillips og Vimal Yoganathan gæti æskudraumur ræst þegar Barnsley mætir Liverpool á Anfield á mánudaginn.

Miðjumennirnir tveir komu upp úr unglingaakademíu Liverpool. Yoganathan var sjö ár á Merseyside og Phillips átta, áður en samningar við þá voru ekki endurnýjaðir.

Líkt og sumir aðrir liðsfélagar þeirra, eins og varnarmaðurinn Josh Earl, eru þeir báðir stuðningsmenn Liverpool.

„Ég var í skýjunum [þegar drátturinn fór fram],“ sagði hinn 27 ára gamli Phillips við BBC Sport. „Ég hljóp upp og öskraði á konuna mína. Ég trúði þessu ekki, ég er enn þá risastór Liverpool-aðdáandi,“ sagði Phillips.

„Ég var á 4-0 sigrinum [í Meistaradeildinni] gegn Barcelona árið 2019. Ef Liverpool er í sjónvarpinu er ég alveg límdur við skjáinn og þegar ég get fer ég á Anfield til að horfa á þá líka,“ sagði Phillips.

„Það erum við, ég, Vimal og nokkrir aðrir Liverpool-aðdáendur í liðinu. Ég er búinn að redda meira en 30 miðum fyrir fjölskyldu mína og vini. Þeir verða allir í gestastúkunni að styðja við bakið á strákunum,“ sagði Phillips.

„Ég fæ gæsahúð þegar You'll Never Walk Alone verður spilað. Draumurinn var alltaf að spila fyrir Liverpool en það eru ekki margir sem ná því, svo ég er ánægður með að spila þar fyrir Barnsley. Þetta verður sérstök upplifun,“ sagði Phillips.

Leikur Liverpool og Barnsley hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×