Suður-kóreskir kylfingar í fjórum efstu sætunum eftir fyrstu þrjá hringina á Evian-meistaramótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:24 Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag. vísir/getty Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019 Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira