Segir Benitez bara hafa hugsað um peninga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:30 Rafael Benitez er kominn til Kína vísir/getty Eigandi Newcastle segir Rafael Benitez hafa hugsað fyrst og fremst um peninga, svo sjálfan sig og sett Newcastle í síðasta sæti. Benitez yfirgaf Newcastle í sumar og tók við kínverska liðinu Dalian Yifang. Spánverjinn hafði verið í samningaviðræðum við Newcastle um framlengingu á samningi sínum síðasta vetur en ekki náðist samkomulag. Mike Ashley, eigandi Newcastle, segir að það hafi verið peningamál sem urðu til þess að ekki náðust samningar. „Miðað við það sem hann segir í fjölmiðlum þá heldur maður að félagið komi fyrst, svo Rafa og peningar í þriðja sæti. En ég segi að hann hafi hugsað fyrst um peninga, svo Rafa og félagið síðast,“ sagði Ashley við Daily Mail. „Hann tók auðveldu leiðina, tók peningana og fór til Kína. Ég varð fyrir vonbrigðum með hann.“ Samningur Benitez við kínverska félagið er sagður vera upp á 25 milljónir punda á ári. „Ef hann hefði farið aftur til Real Madrid eða í topplið í ensku úrvalsdeildinni þá hefði ég skilið þetta. En þetta snerist allt um peninga og hann hefði átt að segja það í upphafi.“ „Hann bað um 50 prósenta launahækkun hjá okkur og ég held að hann hafi gert það því hann vissi að við gætum ekki orðið við því. Ef við hefðum samþykkt það þá hefði eitthvað annað komið upp.“ Stuðningsmenn Newcastle hafa lengi verið nokkuð óánægðir með Ashley og brotthvarf Benitez hjálpaði ekki til. Ashley segist þó hafa gert allt sem hann gat til þess að halda Spánverjanum. „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hann sem stjóra, hann vann frábært starf og ég skil ekki hvernig nokkur stuðningsmaður getur haldið að ég hafi ekki viljað hafa hann.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30 Rafael Benitez útskýrir brotthvarf sitt frá Newcastle Rafael Benitez hætti í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United þegar samningur hans rann út. 1. júlí 2019 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Eigandi Newcastle segir Rafael Benitez hafa hugsað fyrst og fremst um peninga, svo sjálfan sig og sett Newcastle í síðasta sæti. Benitez yfirgaf Newcastle í sumar og tók við kínverska liðinu Dalian Yifang. Spánverjinn hafði verið í samningaviðræðum við Newcastle um framlengingu á samningi sínum síðasta vetur en ekki náðist samkomulag. Mike Ashley, eigandi Newcastle, segir að það hafi verið peningamál sem urðu til þess að ekki náðust samningar. „Miðað við það sem hann segir í fjölmiðlum þá heldur maður að félagið komi fyrst, svo Rafa og peningar í þriðja sæti. En ég segi að hann hafi hugsað fyrst um peninga, svo Rafa og félagið síðast,“ sagði Ashley við Daily Mail. „Hann tók auðveldu leiðina, tók peningana og fór til Kína. Ég varð fyrir vonbrigðum með hann.“ Samningur Benitez við kínverska félagið er sagður vera upp á 25 milljónir punda á ári. „Ef hann hefði farið aftur til Real Madrid eða í topplið í ensku úrvalsdeildinni þá hefði ég skilið þetta. En þetta snerist allt um peninga og hann hefði átt að segja það í upphafi.“ „Hann bað um 50 prósenta launahækkun hjá okkur og ég held að hann hafi gert það því hann vissi að við gætum ekki orðið við því. Ef við hefðum samþykkt það þá hefði eitthvað annað komið upp.“ Stuðningsmenn Newcastle hafa lengi verið nokkuð óánægðir með Ashley og brotthvarf Benitez hjálpaði ekki til. Ashley segist þó hafa gert allt sem hann gat til þess að halda Spánverjanum. „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hann sem stjóra, hann vann frábært starf og ég skil ekki hvernig nokkur stuðningsmaður getur haldið að ég hafi ekki viljað hafa hann.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30 Rafael Benitez útskýrir brotthvarf sitt frá Newcastle Rafael Benitez hætti í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United þegar samningur hans rann út. 1. júlí 2019 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins. 17. júlí 2019 11:30
Rafael Benitez útskýrir brotthvarf sitt frá Newcastle Rafael Benitez hætti í gær sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United þegar samningur hans rann út. 1. júlí 2019 09:30