Sannfærði mannræningjann um að sleppa sér Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 21:50 Frá Graz í Austurríki. Vísir/Getty Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu. Austurríki Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu.
Austurríki Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira