Leggja þurfi aukna áherslu á félagsfærni í kennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 21:30 Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira