Hver eina króna kostar Seðlabankann þrjár Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:00 Í lok ársins 2018 var útgefið reiðufé Seðlabankans 72,8 milljarðar króna. Þar af voru útgefnir seðlar 68,7 milljarðar og útgefin mynt 4 milljarðar. Fréttablaðið/Anton - Fréttablaðið/Gunnar Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta. Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27
Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15
Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39