Enski boltinn

Vopnaðir menn reyndu að ráðast á Kolasinac og Özil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Kolasinac lentu í vandræðum í dag.
Özil og Kolasinac lentu í vandræðum í dag. vísir/getty
Mesut Özil og Sead Kolasinac, leikmenn Arsenal, lentu í óhugnalegu atviki í dag er ráðist var að bíl Özil þar sem liðsfélagarnir voru að keyra um götum London. Tveir vopnaðir menn réðust að bílnum.

Myndband af Kolasinac í bardagahug lak á samfélagsmiðla í dag en þar sást hann berjast gegn mönnum. Þá fylgdi ekki sögunni hvað hafði gerst.

Síðar gaf Arsenal út tilkynningu eftir að myndbandið hafði farið um samfélagsmiðla og staðfesti að leikmennirnir væru í góðu lagi en tveir menn höfðu ráðist að bílnum með hnífa í hönd.







„Við höfum verið í sambandi við báða leikmenn og þeim líður vel,“ segir í tilkynningu Arsenal en Özil keyrðist bílinn. Kolasinac var í farþegasætinu og var fljótur til er árásin hófst.

Lögreglan gaf einnig út tilkynningu vegna málsins í dag en enginn hefur verið handtekinn. Leitað er að sökudólgunum.

„Okkur var tilkynnt um tilraun til mannráns. Bílstjórinn og farþeginn komust í burtu á veitingastað í nágrenninu þar sem þeir ræddu við lögregluna,“ segir í tilkynningu löreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×