Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:44 Ingólfsfjörður. Mynd úr safni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“ Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“
Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent