Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 11:21 Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, var leiddur út í járnum í gærkvöldi, sakaður um að hvetja til ólöglegra mótmæla. Vísir/EPA Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi.
Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15
Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12