Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 22:10 Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00