Boris skipar nýja ríkisstjórn Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 19:41 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/Leon Neal Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld. Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. Meirihluti ríkisstjórnar Theresu May, 17 í heildina, hefur sagt af sér eða verið sagt upp störfum. Dominic Raab sem gegndi stöðu Brexit-málaráðherra í stjórn May var skipaður utanríkisráðherra og Priti Patel sem gegnt hefur stöðu alþjóða þróunarmálaráðherra var gerð að innanríkisráðherra í stjórn Johnson. Þá hefur fyrirrennari Patel í starfi innanríkisráðherra, Sajid Javid sem hafnaði í fjórða sæti í leiðtogakjöri flokksins verið skipaður fjármálaráðherra en hann hefur áður starfað innan þess málaflokks. Ben Wallace tekur við varnarmálaráðuneytinu af Penny Mordaunt en brotthvarf hennar þótti óvænt en hún er mikill stuðningsmaður Brexit og vinsæl á meðal flokksmanna. Tveir aðrir yfirlýstir Brexitarar, alþjóðviðskiptaráðherrann Liam Fox og Viðskiptaráðherrann Greg Clark voru einnig látnir yfirgefa skrifstofur sínar. Mordaunt, Fox og Clark studdu öll Jeremy Hunt, fyrrverandi utanríkisráðherra, í leiðtogakjörinu. Hunt sem varð annar í kjörinu segist hafa verið boðin önnur staða innan ríkisstjórnarinnar en kveðst hafa hafnað boði Johnson. Hunt sagði að eftir níu ár í ríkisstjórn sé komin tími til að draga sig úr sviðsljósinu og styðja forsætisráðherrann sem óbreyttur þingmaður.1/4 I would have been honoured to carry on my work at the FCO but understand the need for a new PM to choose his team. BJ kindly offered me another role but after 9 yrs in Cabinet & over 300 cab mtgs now is the time to return 2 backbenches from where PM will have my full support — Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 24, 2019 Auk þeirra sem áður hafa verið talin upp hafa fleiri hætt eða verið sagt upp. Menntamálaráðherrann, Damian Hinds, Norður Írlands-málaráðherrann Karen Bradley, innflytjendamálaráðherrann Caroline Nokes, Menningarmálaráðherrann Jeremy Wright, samfélagsráðherrann James Brokenshire, samgöngumálaráðherrann Chris Grayling og Skotlandsmálaráðherrann David Mundell verður öllum skipt út. Þá höfðu Fjármálaráðherrann Philip Hammond, Dómsmálaráðherrann David Gayke og ráðherrann David Lidington sagt af sér. BBC hefur eftir þingmanninum Nigel Evans að aðgerðirnar í dag minni á stjórnmálalegt blóðbað. Ríkisstjórn May hafi verið stráfelld.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22