Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:22 Johnson hefur verið þekktur fyrir ýmis trúðslæti í gegnum tíðina. Evrópskir fjölmiðlar líkja honum við hirðfífl. Vísir/EPA Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum. Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent