Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 18:29 Lýðræðissinni skrifar slagorð á vegg í Hong Kong. getty/Billy H.C. Kwok Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58