Adam Sandler sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 15:32 Adam Sandler í Uncut Gems. TIFF Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira