Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu Heimsljós kynnir 22. júlí 2019 14:00 Frá Úganda. gunnisal Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu. Vísindamenn hafa á síðustu árum beitt nýjum og nákvæmari aðferðum til að varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir fátæktar. UNDP hefur á síðustu árum í samstarfi við rannsóknarteymi frá háskólanum í Oxford þróað svokallallaða MPI vísitölu, sem hefur ekki tekjuviðmið, heldur byggist á næringu, barnadauða, skólagöngu, orkugjöfum til eldunar, neysluvatni, salernisaðstöðu, aðgengi að rafmagni og húsnæði. Samkvæmt nýjustu MPI vísitölunni sem birt var í síðustu viku býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt. Það fólk býr í lágtekju-, meðaltekju- og hátekjuríkum. Tveir af hverjum þremur búa í meðaltekjuríkjum.„Of margir lifa í fátækt,“ segir Achim Steiner, yfirmaður UNDP. Hann telur að draga megi þann lærdóm af skýrslunni, sem ber yfirskriftina „Illuminate Inequalities“ (Birtingarmyndir ójöfnuðar) að þjóðir séu ekki fyrst og fremst „ríkar“ eða „fátækar“ því innan þjóða sé munurinn gífurlegur. Í skýrslunni er bent á að í skugga tölfræðilegra meðaltalsútreikninga leynist fátækt meðal ríkra þjóða. Þó sé munurinn mestur þar sem fátæktin er mest. Í skýrslunni er Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í þróunarsamvinnu, tekið sem dæmi um það hvað meðaltöl segja takmarkaða sögu. Samkvæmt MPI vísitölunni búa 55% þjóðarinnar við fátækt en sé frekar rýnt í tölurnar kemur í ljós mikill munur milli landshluta. Í höfuðborginni Kampala eru til dæmis um 6% íbúanna fátækir meðan 96% falla í þann flokk í fátækasta héraði Úganda, Karamoja. „Til þess að útrýma fátækt þurfum við fyrst að vita hvar fátækir búa. Þeir dreifast hvorki jafnt yfir þjóðir eða heimili,“ segir Achim Steiner og telur að skýrslan í ár veiti mikilsverðar upplýsingar fyrir ráðamenn sem vilja grípa til ráðstafana í baráttunni gegn fátækt. Börn líða mest fyrir fátæktEin helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að fátækt bitnar harðar á börnum en fullorðnum. Af þeim 1,3 milljörðum jarðarbúa sem skilgreindar eru fátækir eru 663 milljónir barna undir átján ára aldri, flest yngri en tíu ára. Um 85% þessara fátæku barna búa í sunnanverðri Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Verst er ástandið í Afríkuríkjunum Burkina Faso, Tjad, Eþíópíu, Níger og Suður-Súdan þar sem níu af hverjum tíu börnum yngri en tíu ára eru skilgreind fátæk samkvæmt MPI vísitölunni. Munurinn innan fjölskyldna er mestur í Suður-Asíu. Þar er víða að finna heimili þar sem gert er upp á milli barna, eitt barn sækir skóla, annað ekki, eitt barn fær minni mat en annað, eða jafnvel eitt barn sveltur meðan annað fær mat, eins og Í Pakistan. Bæði þar og í Afganistan er kynjamunurinn sláandi, þar bitnar fátækt miklu meira á stelpum en strákum. Dæmið snýst við í Bangladess. MPI vísitalan náði til 101 þjóðar, lágtekjuríkin voru 31, meðaltekjuríkin 68, og hátekjuríkin 2. Áformað er að rannnsaka betur á næstu árum fátækt innan hátekjuríkja. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu. Vísindamenn hafa á síðustu árum beitt nýjum og nákvæmari aðferðum til að varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir fátæktar. UNDP hefur á síðustu árum í samstarfi við rannsóknarteymi frá háskólanum í Oxford þróað svokallallaða MPI vísitölu, sem hefur ekki tekjuviðmið, heldur byggist á næringu, barnadauða, skólagöngu, orkugjöfum til eldunar, neysluvatni, salernisaðstöðu, aðgengi að rafmagni og húsnæði. Samkvæmt nýjustu MPI vísitölunni sem birt var í síðustu viku býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt. Það fólk býr í lágtekju-, meðaltekju- og hátekjuríkum. Tveir af hverjum þremur búa í meðaltekjuríkjum.„Of margir lifa í fátækt,“ segir Achim Steiner, yfirmaður UNDP. Hann telur að draga megi þann lærdóm af skýrslunni, sem ber yfirskriftina „Illuminate Inequalities“ (Birtingarmyndir ójöfnuðar) að þjóðir séu ekki fyrst og fremst „ríkar“ eða „fátækar“ því innan þjóða sé munurinn gífurlegur. Í skýrslunni er bent á að í skugga tölfræðilegra meðaltalsútreikninga leynist fátækt meðal ríkra þjóða. Þó sé munurinn mestur þar sem fátæktin er mest. Í skýrslunni er Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í þróunarsamvinnu, tekið sem dæmi um það hvað meðaltöl segja takmarkaða sögu. Samkvæmt MPI vísitölunni búa 55% þjóðarinnar við fátækt en sé frekar rýnt í tölurnar kemur í ljós mikill munur milli landshluta. Í höfuðborginni Kampala eru til dæmis um 6% íbúanna fátækir meðan 96% falla í þann flokk í fátækasta héraði Úganda, Karamoja. „Til þess að útrýma fátækt þurfum við fyrst að vita hvar fátækir búa. Þeir dreifast hvorki jafnt yfir þjóðir eða heimili,“ segir Achim Steiner og telur að skýrslan í ár veiti mikilsverðar upplýsingar fyrir ráðamenn sem vilja grípa til ráðstafana í baráttunni gegn fátækt. Börn líða mest fyrir fátæktEin helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að fátækt bitnar harðar á börnum en fullorðnum. Af þeim 1,3 milljörðum jarðarbúa sem skilgreindar eru fátækir eru 663 milljónir barna undir átján ára aldri, flest yngri en tíu ára. Um 85% þessara fátæku barna búa í sunnanverðri Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Verst er ástandið í Afríkuríkjunum Burkina Faso, Tjad, Eþíópíu, Níger og Suður-Súdan þar sem níu af hverjum tíu börnum yngri en tíu ára eru skilgreind fátæk samkvæmt MPI vísitölunni. Munurinn innan fjölskyldna er mestur í Suður-Asíu. Þar er víða að finna heimili þar sem gert er upp á milli barna, eitt barn sækir skóla, annað ekki, eitt barn fær minni mat en annað, eða jafnvel eitt barn sveltur meðan annað fær mat, eins og Í Pakistan. Bæði þar og í Afganistan er kynjamunurinn sláandi, þar bitnar fátækt miklu meira á stelpum en strákum. Dæmið snýst við í Bangladess. MPI vísitalan náði til 101 þjóðar, lágtekjuríkin voru 31, meðaltekjuríkin 68, og hátekjuríkin 2. Áformað er að rannnsaka betur á næstu árum fátækt innan hátekjuríkja. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent