Leikmaður Liverpool fluttur burt á börum eftir ruddatæklingu í æfingarleik í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 07:30 Yasser Larouci fluttur af velli á börum eftir mjög ljóta tæklingu. Getty/Billie Weiss Liverpool tapaði sínum öðrum æfingarleik í röð í Bandaríkjaferðinni sinni í nótt þegar liðið lá 2-1 á móti spænska liðinu Sevilla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði eftir leikinn hins vegar meiri áhyggjur af líðan eins leikmanns síns en úrslitunum. Liverpool tapaði samt öðru sinni á þremur dögum eftir að hafa tapað einnig í æfingarleik á móti Dortmund á aðfaranótt laugardagsins. Sá leikur fór 3-2 fyrir þýska liðið.Liverpool left to count cost of defeat to Sevilla in feisty Fenway Park friendly https://t.co/8Oj6EJ8H0A — Guardian sport (@guardian_sport) July 22, 2019 Ruddatækling Spánverjans Joris Gnagon stal senunni í hitanum í Boston í nótt. Joris Gnagon fékk rautt spjald fyrir mjög ljótt brot á hinum átján ára gamla Yasser Larouci. Klopp var þakklátur fyrir það eftir leikinn að Larouci hafi ekki meiðst þarna alvarlega. Hann fór af vellinum á börum en kom á hækjum í liðsrútuna eftir leikinn. Joris Gnagon baðst afsökunar á broti sínu eftir leikinn en James Milner var allt annað en sáttur og talaði um hneisu eftir leikinn. „Við sjáum ekki oft rauð spjöld í æfingarleikjum því við sjáum vanalega ekki svona tæklingar þar,“ sagði James Milner við LFCTV.Sevilla were out for blood in warm-up match against Liverpool - but loss showed Jurgen Klopp's side need big guns back | @_ChrisBascombehttps://t.co/NVw9aSQ8AV — Telegraph Football (@TeleFootball) July 22, 2019Sevilla menn ætluðu greinilega að láta Evrópumeistarana finna fyrir sér og Ever Banega var heppin að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann gaf Harry Wilson olnbogaskot. Nolito kom Sevilla yfir í leiknum en Divock Origi jafnaði metin fyrir hálfleik. Liverpool stillti upp nýju liði í seinni hálfleiknum. Sevilla skoraði sigurmarkið eftir að Joris Gnagon hafði fengið rautt spjald en markið skoraði varamaðurinn Alejandro Pozo undir lok leiks.Jürgen Klopp has provided an update on Yasser Larouci. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019Yasser Larouci liggur sárþjáður í grasinu og rauða spjaldið er komið á loft.Getty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Liverpool tapaði sínum öðrum æfingarleik í röð í Bandaríkjaferðinni sinni í nótt þegar liðið lá 2-1 á móti spænska liðinu Sevilla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði eftir leikinn hins vegar meiri áhyggjur af líðan eins leikmanns síns en úrslitunum. Liverpool tapaði samt öðru sinni á þremur dögum eftir að hafa tapað einnig í æfingarleik á móti Dortmund á aðfaranótt laugardagsins. Sá leikur fór 3-2 fyrir þýska liðið.Liverpool left to count cost of defeat to Sevilla in feisty Fenway Park friendly https://t.co/8Oj6EJ8H0A — Guardian sport (@guardian_sport) July 22, 2019 Ruddatækling Spánverjans Joris Gnagon stal senunni í hitanum í Boston í nótt. Joris Gnagon fékk rautt spjald fyrir mjög ljótt brot á hinum átján ára gamla Yasser Larouci. Klopp var þakklátur fyrir það eftir leikinn að Larouci hafi ekki meiðst þarna alvarlega. Hann fór af vellinum á börum en kom á hækjum í liðsrútuna eftir leikinn. Joris Gnagon baðst afsökunar á broti sínu eftir leikinn en James Milner var allt annað en sáttur og talaði um hneisu eftir leikinn. „Við sjáum ekki oft rauð spjöld í æfingarleikjum því við sjáum vanalega ekki svona tæklingar þar,“ sagði James Milner við LFCTV.Sevilla were out for blood in warm-up match against Liverpool - but loss showed Jurgen Klopp's side need big guns back | @_ChrisBascombehttps://t.co/NVw9aSQ8AV — Telegraph Football (@TeleFootball) July 22, 2019Sevilla menn ætluðu greinilega að láta Evrópumeistarana finna fyrir sér og Ever Banega var heppin að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann gaf Harry Wilson olnbogaskot. Nolito kom Sevilla yfir í leiknum en Divock Origi jafnaði metin fyrir hálfleik. Liverpool stillti upp nýju liði í seinni hálfleiknum. Sevilla skoraði sigurmarkið eftir að Joris Gnagon hafði fengið rautt spjald en markið skoraði varamaðurinn Alejandro Pozo undir lok leiks.Jürgen Klopp has provided an update on Yasser Larouci. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019Yasser Larouci liggur sárþjáður í grasinu og rauða spjaldið er komið á loft.Getty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira