Juan Mata: Saga Man. Utd heimtar stóra titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 13:00 Juan Mata með fyrirliðabandið í æfingarleik Manchester United á móti Leeds United á dögunum. Getty/Matthew Peters Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata. Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata.
Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira