Ragnhildur og Axel stóðu uppi sem sigurvegararar í Hvaleyrabikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2019 17:08 Ragnhildur og Axel með bikaranna. mynd/gsí Axel Bóasson, úr GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-mótinu, Hvaleyrabikarnum, sem fór fram á Hvaleyrinni um helgina. Axel var í engum vandræðum á heimavelli og spilaði frábært golf á hringjunum þremur. Það skilaði honum tólf höggum undir pari og var tíu höggum á undan næstu mönnum. Aron Snær Júlíusson, Tumi Hrafn Kúld og Hlynur Bergsson voru allir á tveimur höggum undir pari og áttu ekki roð í magnaðan Axel á heimavelli. Í kvennaflokki var hins vegar meiri spenna. Ragnhildur Kristinsdóttir vann eftir mikla spennu en hún var einu höggi á undan heimastúlkunni, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Fyrir síðustu holuna hafði Ragnhildur fjögurra högga forystu og spilaði hún átjándu holuna á þremur höggum yfir pari. Hulda Clara Gestsdóttir endaði í þriðja sætinu, fimm höggum á eftir Guðrún og því sex höggum á eftir Ragnhildi. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson, úr GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-mótinu, Hvaleyrabikarnum, sem fór fram á Hvaleyrinni um helgina. Axel var í engum vandræðum á heimavelli og spilaði frábært golf á hringjunum þremur. Það skilaði honum tólf höggum undir pari og var tíu höggum á undan næstu mönnum. Aron Snær Júlíusson, Tumi Hrafn Kúld og Hlynur Bergsson voru allir á tveimur höggum undir pari og áttu ekki roð í magnaðan Axel á heimavelli. Í kvennaflokki var hins vegar meiri spenna. Ragnhildur Kristinsdóttir vann eftir mikla spennu en hún var einu höggi á undan heimastúlkunni, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Fyrir síðustu holuna hafði Ragnhildur fjögurra högga forystu og spilaði hún átjándu holuna á þremur höggum yfir pari. Hulda Clara Gestsdóttir endaði í þriðja sætinu, fimm höggum á eftir Guðrún og því sex höggum á eftir Ragnhildi.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira