Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:06 Johnson (f.m.) og Hammond (t.h.) eftir ríkisstjórnarfund árið 2017. Johnson sagði síðar af sér vegna andstöðu við útgöngusamning May forsætisráðherra. Vísir/EPA Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert. Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00
Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38