Íslenski boltinn

Stjörnustrákar unnu Gothia Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurlið Stjörnunnar.
Sigurlið Stjörnunnar. mynd/stjarnan
Þriðji flokkur Stjörnunnar varð meistari í keppni 15 ára drengja á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð.

Stjörnustrákar unnu 3-0 sigur á IFK Haninge frá Svíþjóð í úrslitaleiknum sem fór fram á Gamla Ullevi.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir á 17. mínútu en það var fyrsta markið sem Haninge fékk á sig á mótinu.

Adolf Daði Birgisson bætti öðru marki við á 41. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Ísak Andri annað mark sitt og þriðja mark Garðbæinga.

Óli Valur Ómarsson var valinn maður úrslitaleiksins. Stjarnan vann átta af níu leikjum sínum á mótinu.

Gothia Cup er risastórt mót en um 1700 lið tóku þátt í ár. Í flokki 15 ára yngri tóku 222 lið frá 31 landi þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×