Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 21:29 Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Viðtalið var tekið við Steingrímsstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45