Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2019 22:30 Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. mynd/gsí/seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur farið upp 1086 sæti á heimslistanum í golfi á þessu ári. Frá þessu er greint á Golf.is. Þegar árið 2019 gekk í garð var Guðmundur í 1656. sæti heimslistans. Í dag er hann í 570. sæti. Guðmundur er langefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús kemur næstur í 1063. sæti. Axel Bóasson er í 1403. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson í 1500. sæti. Birgir Leifur er sá íslenski kylfingur sem hefur komist hæst á heimslistanum. Fyrir tveimur árum komst hann í 459. sæti listans. Guðmundur hefur átt afar góðu gengi að fagna á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. Hann hefur unnið þrjú mót á henni og er búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni. Golf Tengdar fréttir Guðmundur vann þriðja mótið og er kominn á Áskorendamótaröðina Guðmundur Ágúst Kristjánsson leikur á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 12. júlí 2019 12:33 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur farið upp 1086 sæti á heimslistanum í golfi á þessu ári. Frá þessu er greint á Golf.is. Þegar árið 2019 gekk í garð var Guðmundur í 1656. sæti heimslistans. Í dag er hann í 570. sæti. Guðmundur er langefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús kemur næstur í 1063. sæti. Axel Bóasson er í 1403. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson í 1500. sæti. Birgir Leifur er sá íslenski kylfingur sem hefur komist hæst á heimslistanum. Fyrir tveimur árum komst hann í 459. sæti listans. Guðmundur hefur átt afar góðu gengi að fagna á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. Hann hefur unnið þrjú mót á henni og er búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni.
Golf Tengdar fréttir Guðmundur vann þriðja mótið og er kominn á Áskorendamótaröðina Guðmundur Ágúst Kristjánsson leikur á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 12. júlí 2019 12:33 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur vann þriðja mótið og er kominn á Áskorendamótaröðina Guðmundur Ágúst Kristjánsson leikur á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 12. júlí 2019 12:33