Erlent

Tugir féllu þegar sprengja sprakk við hraðbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Farþegar rútunnar voru fluttir á sjúkrahús í Herat.
Farþegar rútunnar voru fluttir á sjúkrahús í Herat. Vísir/EPA
Börn eru á meðal að minnsta kosti 35 farþega rútu sem létu lífið þegar jarðsprengja sprakk við hraðbraut í Afganistan í dag. Auk þeirra látnu eru 27 sagðir særðir eftir sprenginguna. Enginn yfir lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en yfirvöld kenna talibönum um.

Sprengja sprakk fyrir umferðaræð sem tengir borgirnar Herat og Kandahar í Farah-héraði nærri landamærunum að Íran, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talibanar neita ábyrgð á sprengjutilræðinu.

Að minnsta kosti 3.812 óbreyttir borgarar voru drepnir eða særðir í Afganistan á fyrri helmingi ársins. Sameinuðu þjóðirnar segja að fórnarlömbum stjórnarhersins og erlendra sveita hafi fjölgað verulega. Þær bera það fyrir sig að uppreisnarmenn noti óbreytta borgara sem mannlega skildi.

Friðarviðræður á milli bandarískra embættismanna og fulltrúa talibana eiga að hefjast aftur á næstunni. Talibanar ráða nú yfir stærri hluta Afganistan en nokkur sinni frá því að þeim var komið frá völdum árið 2001.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×