Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ Freydís Þóra Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:45 Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun