Hannes hefur engar áhyggjur af útgáfunni: „Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:12 Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hefur áður gefið út bók um Engeyingaættina. Í haust gefur hann út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, háskólaprófessor. samsett mynd „Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39