„Mögnuð sýning fyrir augu og eyru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 12:46 Þessa mynd tók Róbert Marvin Gunnarsson út um svefnherbergisgluggann hjá sér á Höfn í gærkvöldi. Mynd/Róbert Marvin Gunnarsson Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk
Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54
Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30