Enski boltinn

Klopp hrósaði Norwich en er áhyggjufullur yfir meiðslunum hjá Alisson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og þjálfari Norwich fyrir leikinn í kvöld.
Klopp og þjálfari Norwich fyrir leikinn í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var nokkuð ánægður með sína menn í kvöld eftir 4-1 sigur gegn Norwich í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Leikið var á Anfield í kvöld.

Liverpool var í banastuði í fyrri hálfleik og staðan var 4-0 í hálfleik en Liverpool slakaði aðeins á klónni í síðari hálfleik.

„Norwich mætti og þeir voru líflegir og kaldir eftir 60 mínútur. Það var aðdáunarvert,“ sagði Jurgen Klopp er hann ræddi í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Við verðum að læra suma hluti sem eru ekki nýir. Þetta var gott en við verðum að taka yfir leikinn betur. Við þurftum að leggja mikið á okkur og þannig er það.“







Þjóðverjinn hrósaði Norwich fyrir sína frammistöðu en segir að Liverpool þurfi að bæta sig fyrir næsta leik gegn Chelsea í Ofurbikarnum.

„Þeir voru góðir en við áttum skilið stigin þrjú. Það er nóg pláss fyrir bætingu en fullt af hlutum voru til staðar í kvöld. Næsti leikur er erfiðari og við þurfum að verjast vel.“

Alisson, markvörður Liverpool, meiddist í fyrri hálfleiknum í kvöld og Klopp er áhyggjufullur.

„Þetta lítur ekki út með Alisson en við munum finna lausn og halda áfram. Hann fann til í kálfanum. Hann leit bakvið sig því hann hélt að einhver hafi snert sig.“

„En Adrian er góður markvörður. Með boltann er hann rólegur og hann er góður að verja skot. Það er ástæðan fyrir því að við fengum hann. Það er gott fyrir hann en við erum í vandræðum með Alisson.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×