Leeds missti niður forystu í fyrsta heimaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2019 13:30 Pablo Hernández er búinn að skora í báðum leikjum Leeds í ensku B-deildinni á tímabilinu. vísir/getty Leeds United og Nottingham Forest skildu jöfn, 1-1, á Elland Road í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni. Leeds er á toppi deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki en Forest er aðeins með eitt stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 59. mínútu kom Pablo Hernández Leeds yfir. Þetta var annað mark Spánverjans á tímabilinu en hann skoraði einnig í 1-3 sigri Leeds á Bristol City um síðustu helgi. Mark Hernández dugði þó ekki til sigurs því Lewis Grabban jafnaði á 77. mínútu. Lokatölur 1-1 í fyrsta heimaleik Leeds á tímabilinu. Enski boltinn
Leeds United og Nottingham Forest skildu jöfn, 1-1, á Elland Road í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni. Leeds er á toppi deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki en Forest er aðeins með eitt stig. Staðan var markalaus í hálfleik en á 59. mínútu kom Pablo Hernández Leeds yfir. Þetta var annað mark Spánverjans á tímabilinu en hann skoraði einnig í 1-3 sigri Leeds á Bristol City um síðustu helgi. Mark Hernández dugði þó ekki til sigurs því Lewis Grabban jafnaði á 77. mínútu. Lokatölur 1-1 í fyrsta heimaleik Leeds á tímabilinu.