Enski boltinn

Nýjasti leikmaður Arsenal mun ekki spila næstu sex vikurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tierney tekur í spaðann á Rob Holding.
Tierney tekur í spaðann á Rob Holding. vísir/getty
Nýjasti leikmaður Arsenal, vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney, gæti þurft að bíða í sex vikur eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Skoski landsliðsbakvörðurinn er meiddur á nára og þarf að gangast undir meðhöndlun áður en hann fær að sprikla með Arsenal-liðinu úti á velil.

Hann gekk í raðir félagsins fyrir 25 milljónir punda frá Celtic á Gluggadeginum á fimmtudaginn en hann verður frá næstu fjórar til sex vikurnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tierney meiðist því hann var reglulega meiddur undir lok síðustu leiktíðar og spilaði einungis þrjá af síðustu níu leikjum Celtic í Skotlandi.

Arsenal verður því án Kieran Tierney, Mesut Özil og Sead Kolasinac er liðið mætir Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur.

Özil og Kolasinac ferðast ekki með Arsenal-liðinu af öryggisástæðum eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×