Enski boltinn

Özil og Kolasinac ekki með Arsenal gegn Newcastle á morgun því óttast er um öryggi þeirra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Kolasinac eftir tapið gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Özil og Kolasinac eftir tapið gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. vísir/getty
Mesut Özil og Sead Kolasinac munu ekki ferðast með Arsenal til Newcastle á morgun þar sem óttast er um öryggi leikmannanna og fjölskyldu þeirra.

Liðsfélagarnir lentu í óhugnalegu atviki fyrir um tveimur vikum síðan er ráðist var að bíl þeirra í miðbæ Lundúnarborgar þar sem þeir eyddu frítíma sínum.

Í tilkynningu frá Arsenal segir frá því að unnið er að því með lögreglunni í Lundúnum að tryggja öryggi leikmannanna og fjölskyldu þeirra. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin.







Özil og Kolasinac voru hvorugir með er Arsenal mætti Lyon í æfingarleik skömmu eftir atvikið en þeir spiluðu báðir í leiknum gegn Barcelona á sunnudagskvöldið síðasta.

Þeir hafa fengið hótanir eftir atvikið sem gerðist fyrir hálfum mánuði síðan og hafa leikmennirnir eðlilega verið brugðið vegna þessa. Þeir æfðu ekki með liðinu í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×